22.07.18 | 12:42

Steikingar

Bleu - Eingöngu yfirborð steikarinnar er brúnað.

Steikin er rauð í gegn. Kjarnhiti 45 - 50 C

Rare - Lítið steikt.

Steikarkjarni rauður. Kjarnhiti 50 - 55 C

Medium rare - Léttsteikt.

Steikin fagurrauð í gegn. Kjarnhiti 55 - 60 C

Medium - Meðalsteikt.

Steikin fagurrauð í miðju. Kjarnhiti 60 - 65 C

Medium well - Vel steikt.

Steikarkjarni ljósrauður. Kjarnhiti 65 - 70 C

Við mælum með kjötinu léttsteiktu svo að gæði þess njóti sín sem best.

Besta kjötið

Rétt eins og gestir Argentínu steikhúss eru matreiðslu-meistararnir afar vandlátir. Enda vita þeir að ógerningur er að matreiða afburða steik nema hráefnið sé fyrsta flokks. Frá upphafi hefur Argentína steikhús leitað til snillinga í verkun kjöts.

Árum saman var Jónas Þór kjötverkandi sá aðili sem sá eldhúsi Argentínu steikhúss fyrir öllu nauta- og lambakjöti. Jónas er nú fallinn frá langt fyrir aldur fram en hann lagði sig ávallt í framkróka við að finna góða og vel alda gripi sem fullnægðu þörfum kröfuharðra viðskiptavina Argentínu steikhúss.

Skarð Jónasar Þórs verður aldrei fyllt en arftakar hans halda áfram að fylgja þeirri stefnu sem Jónas Þór markaði. En hvað er það sem gerir nautakjötið afburða gott? Látum orð Jónasar Þórs kjötverkanda lýsa því.

"Í raun og veru þarf bóndinn að taka um það ákvörðun þegar kálfurinn fæðist hvort hann ætli að framleiða afburða gott nautakjöt, sem allt of fáir gera, eða sigla byr meðal-mennskunnar."
Eitt er víst að Jónas Þór fór aðrar leiðir en samferðamennirnir og metnaður hans var einstakur.

Við hjá Argentínu steikhúsi vorum ávallt stolt af því að bjóða framúrskarandi kjöt sem Jónas Þór hafði verkað sérstaklega fyrir kröfuharða gesti okkar. Við erum jafnframt stolt af því að bjóða áfram einstakt kjöt, kjötverkun sem vinnur að öllu leyti samkvæmt aðferðum Jónasar Þórs

http://www.argentina.is